Erasmusverkefni sjúkraliðabrautar

30. september 2024

DaDom  - Nemendur og kennarar af sjúkraliðabraut

Nemendur og kennarar af sjúkraliðabraut FB eru þátttakendur í alþjóðlegu Erasmusverkefni sem nefnist 'Dadom' eða Daily Dose of Music. Þetta er samvinnuverkefni með nemendum og kennurum frá Hollandi og Litháen sem snýr að því að nota tónlist á hverjum degi í umönnun heilabilaðra. Á dögunum hittist hópurinn í Litháen þar sem var haldin alþjóðleg ráðstefna í tengslum við verkefnið. Nemendur FB og Sigurlaug kennari á sjúkraliðabraut héldu erindi um hvernig þekkingin á notkun tónlistar við umönnun heilabilaðra er nýtt í kennslu á sjúkraliðabraut, farið var í heimsókn á hjúkrunarheimili og dægradvöl fyrir eldri borgara í Litháen og fleira.

7. nóvember 2025
Lokafyrirlestur í afmælisráðstefnuröð FB
3. nóvember 2025
Skráning á undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í rafvirkjun er hafin
Fleiri færslur