Útskriftarhátíð FB

27. maí 2025

175 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn

Í dag útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu, þar af útskrifuðust 27 með tvö skírteini. 44 nemendur luku prófi af húsasmiðabraut, 34 af rafvirkjabraut, 9 af starfsbraut, 28 sjúkraliðar útskrifuðust og 10 snyrtifræðingar. Nemendur sem luku stúdentsprófi voru 77.

 

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp. Þeir Jeremias Borjas Tablante og Sveinn Máni Sigurðsson fluttu ræður útskrifaðra, Kristinn Rúnar Þórarinsson nýstúdent lék á tenórsaxófón og Klara Blöndal nemandi við FB söng við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar en auk hans lék Elvar Bragi Kristjónsson á trompet við athöfnina.

 

Þeim Heimi Jóni Guðjónssyni, Helga S. Reimarssyni og Júlíusi Júlíussyni kennurum á rafvirkjabraut var þakkað fyrir vel unnin störf en þeir láta nú af störfum sökum aldurs. Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur sem má lesa um hér að neðan en Kristinn Rúnar Þórarinsson var dúx skólans með einkunnina 9,61 og Rawaa M S Albayyouk var semídúx.

 

Innilega til hamingju með áfangann öll sem eitt!

Feiri myndir birtast á næstu dögum á heimasíðu skólans.


Verðlaun í einstökum greinum voru sem hér segir:

Danska: Helen Giang Le Ngo, fata- og textílbraut

Fata- og textílgreinar: Helen Giang Le Ngo, fata- og textílbraut

Spænska: Helen Giang Le Ngo, fata- og textílbraut

Eðlisfræði: Kristinn Rúnar Þórarinsson, húsasmiðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi

Íslenskuverðlaun Kristínar Arnalds: Kristinn Rúnar Þórarinsson, húsasmiðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi

Stærðfræði: Kristinn Rúnar Þórarinsson, húsasmiðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi

Raungreinaverðlaun HR: Kristinn Rúnar Þórarinsson, húsasmiðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi

Enska: Jóhann Ísak Ingimundarson, myndlistarbraut

Myndlistargreinar: Jóhann Ísak Ingimundarson, myndlistarbraut

Menntaverðlaun HÍ: Jóhann Ísak Ingimundarson, myndlistarbraut

Íslenska sem annað mál: Rawaa M S Albayyouk, opin braut

Stærðfræði: Rawaa M S, opin braut

Lokaritgerð til stúdentsprófs: Markús Birgisson, opin braut

Lokaritgerð til stúdentsprófs: Thelma Karen Björnsdóttir, opin braut

Sálfræði: Þórdís Lilja Magnúsdóttir, opin braut

Tölvugreinar: Jeremias Borjas Tablante, tölvubraut

Viðurkenning fyrir mestu framfarir á starfsbraut: Eygló Hulda Guðjónsdóttir, starfsbraut

Húsasmiðabraut: Kristinn Rúnar Þórarinsson, húsasmiðabraut

Rafvirkjabraut: Anika Ýr Jóhannsdóttir, rafvirkjabraut

Snyrtibraut: Elva Marín Ævarsdóttir, snyrtibraut

Sjúkraliðabraut: Júlía Káradóttir, sjúkraliðabraut

 

Stúdentspróf – verðlaun fyrir bestan árangur: Kristinn Rúnar Þórarinsson, stúdentsbraut að loknu starfsnám

Viðurkenning frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella: Rawaa M S Albayyouk, opin braut

Viðurkenning frá Rotaryklúbbi Breiðholts: Sveinn Máni Sigurðsson, húsasmiðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi

2. september 2025
Stuttmyndakeppni í tilefni 50 ára afmælis FB: Okkar skóli - okkar sögur
27. ágúst 2025
Fyrrum FB-ingar hljóta styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ 
Fleiri færslur