Nýnemar FB komnir til New York!

11. september 2024

Nýnemar FB hafa gengið til New  York!

Allir 250 nýnemar FB hafa gengið einn kílómetra á dag með umsjónarkennara sínum frá upphafi skólaársins. Nú hafa þau gengið samtals 4.778 kílómetra sem samsvarar vegalengdinni til New York í Bandaríkjunum. Til þess að fagna þessum áfanga skipulögðu umsjónarkennarar eplaleit í Elliðaárdalnum. Meðal eplanna var eitt gullepli. Sá hópur sem fann gulleplið fékk sjálft „gulleplið“ í verðlaun en New York er einmitt oft nefnd stóra eplið. Það voru umsjónarnemendur Hlífar íslenskukennara sem hrepptu hnossið. Til hamingju öll!

22. desember 2025
143 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn
10. desember 2025
Skrifstofan verður opin sem hér segir
Fleiri færslur