Innritun fyrir haustönn

Opið fyrir innritun í dagskóla fyrir haustönn 2025
Opið fyrir umsóknir
- Starfsbrautir: 1. febrúar – 28. febrúar
- Innritun eldri nema: 14. mars – 26. maí
- Innritun nemenda úr grunnskóla: 25. apríl – 10. júní
Svona sækir þú um
- Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum, https://island.is/umsokn-um-framhaldsskola
- Umsækjandi byrjar á því að samþykkja gagnaöflun þar sem meðal annars eru sóttar persónuupplýsingar úr þjóðskrá.
- Sótt er um tvo skóla og tvær brautir innan hvers skóla. Möguleiki í boði fyrir nemendur úr 10. bekk að bæta við vali á þriðja skólanum.
- Settu fylgigögn með umsókninni ef þess þarf. Dæmi um fylgigögn eru:
- Vottorð eða sérstakar upplýsingar um sértæka námsörðugleika
- Námsferil úr erlendum skólum og sértækum skólum. Einnig má senda slík gögn til viðkomandi skóla með pósti eða biðja viðkomandi grunnskóla um að senda þau.
Ekki skal senda greiningargögn og prófskírteini úr grunnskóla með umsóknum.
Þegar grunnskólum hefur verið slitið í vor flytjast skólaeinkunnir (lokavitnisburður) nemenda rafrænt til þeirra skóla sem þeir sóttu um hjá.
Skilyrði
Til að geta byrjað nám í framhaldsskóla þarftu að hafa lokið grunnskólanámi, grunnskólaprófi, hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða vera orðin 16 ára.