Góðgerðardagur útskriftarnema

22. apríl 2025

Útskriftarefni láta gott af sér leiða

Hefð er fyrir því að útskriftarefni láti gott af sér leiða á góðgerðardegi þegar styttist í útskrift. Skemmtilegur og samheldinn hópur nemenda hittist í vikunni fyrir páskafrí og týndi rusl í kringum FB og gerði skólalóðina snyrtilega. Að loknu góðu dagsverki voru svo grillaðar pylsur. Nú er dimmitering framundan þann 2. maí og svo útskriftin sjálf 27. maí. Gangi ykkur vel á lokasprettinum!

3. nóvember 2025
Skráning á undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í rafvirkjun er hafin
28. október 2025
Kennsla fellur niður vegna veðurs
Fleiri færslur