Undirbúningsfundur í Turku: Nordplus verkefni

7. janúar 2026

Nordic-Eco-Stitches

Fulltrúi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sótti nýlega undirbúningsfund í Turku í Finnlandi fyrir spennandi Nordplus verkefnið Nordic-Eco-Stitches (verkefnisnúmer: NPJR-2025-Autumn/10005).


Tilgangur fundarins var að skipuleggja verkefnið í heild sinni, móta tímaáætlun og starfsemi, og ekki síst að kynnast samstarfsaðilunum okkar. Þetta verður frábært tækifæri fyrir nemendur okkar til að taka þátt í norrænu samstarfi á sviði sjálfbærrar tísku og handverks.

Með okkur í verkefninu eru: Rokiskis Vocational Training Center í Litháen, Spesia Vocational College í Finnland og Hjerleid Handverksskole í Noregi.


Við hlökkum til að koma þessu verkefni í framkvæmd og skapa áhugaverð náms- og menningartækifæri fyrir nemendur okkar og kennara!

23. desember 2025
Kennsla hefst 6. janúar
22. desember 2025
143 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn
Fleiri færslur