Samstarfsyfirlýsing vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík

5. desember 2024

Undirritun samstarfsyfirlýsingar

Þann 4. desember var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari FB skrifaði undir yfirlýsinguna ásamt öðrum stjórnendum framhaldsskóla í Reykjavík. Ásamt þeim eru lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, skóla- og frístundaþjónusta og deild barna og fjölskyldna á miðstöðvum Reykjavíkurborgar og Barnaverndarþjónusta Reykjavíkur aðilar að verkefninu sem miðar að því að tryggja umönnun og vernd barna gegn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar.

22. apríl 2025
Útskriftarefni láta gott af sér leiða
Fleiri færslur