Fyrsta skóflustungan tekin að nýju verknámshúsi FB

26. nóvember 2024

Starfsnámsaðstaða FB tvöfaldast

Það var hátíðleg stund í FB í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri 2.654 fermetra verknámsaðstöðu fyrir húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar en með tilkomu nýs húsnæðis mun starfsnámsaðstaða FB rúmlega tvöfaldast. Eftir undirritun verksamnings tóku þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendafélags FB, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason mennta- og menningarmálaráðherra fyrstu skóflustunguna að viðstöddu fjölmenni. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins. 


Myndataka: Hallur Karlsson

8. ágúst 2025
Fimmtudaginn 14. ágúst
23. júní 2025
263 nýnemar hefja nám við FB í haust
Fleiri færslur