Spurt og svarað

  • Hvað er vinnustaðanám?

    Rafræn ferilbók er skráning á námi nemanda á vinnustað. Nemandi hakar við einstaka þætti ferilbókar þegar hæfni er náð, auk iðnmeistara/tilsjónarmanns fyrirtækis sem er með nemann. Umsjónarmaður skóla staðfestir hæfni í lokin.


    Ferilbók er því gott tæki fyrir nemann/meistarann/fyrirtækið og skólann til að fylgjast með námsframvindunni. Hér er hægt að sjá ferilbækur einstakra greina.

  • Hvernig get ég fundið vinnustað? Þarf ég að útvega mér vinnustað?

    Almenna reglan er sú að nemendur sækja sjálfir um vinnustaðanám hjá þeim iðnmeisturum/​fyrirtækjum/​stofnunum sem mega taka nema í vinnustaðanám. Þannig hefur nemandinn áhrif á hvar hann tekur vinnustaðanámið. Hér er birtingaskrá sem er listi yfir þá sem mega taka nema á samning.

  • Hvað á ég að gera þegar ég er búin að finna fyrirtæki sem vill taka mig á samning?

    Þá er næsta skref að sækja um á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti ef samningur á strax að taka gildi. Þegar umsókn hefur verið samþykkt er opnuð rafræn ferilbók, samningur gerður rafrænt og sendur til undirritunar á nemann, meistarann og fulltrúa skólans.

  • Hvað er vinnustaðanámið langt?

    Hæfni nemanda ræður tímalengd vinnustaðanáms. Hæfni nemanda er metin samkvæmt hæfnikröfum starfsins og hæfniþáttum í rafrænni ferilbók. Vinnustaðanám getur því verið mismunandi langt á milli einstakra nemenda. Vinnustaðanám getur þó aldrei orðið lengra en kemur fram í brautarlýsingu viðkomandi greinar.

  • Get ég verið á sama tíma í vinnustaðanáminu og í skólanum?

    Það er hægt ef fyrirtækið/​meistarinn sem tekur nemann samþykkir slíkt.