Spurt og svarað
Hvernig sæki ég um kvöldskóla?
Þú sækir ekki um, þú skráir þig á heimasíðu okkar í áfanga (þegar innritun hefst).
Hlekkur á heimasíðu: Innritun í kvöldskóla, og velur áfanga eftir brautum, kerfið leiðir þig áfram í greiðslukerfið.
Hvernig greiði ég?
Þú greiðir með korti um leið og þú sækir um.
Fæ ég greiðsluseðil?
Nei. Þú greiðir um leið og þú sækir um.
Hvað kostar í kvöldskólann
Þarf ég að mæta?
Það er ekki mætingarskylda í kvöldskólann. En það er prófa- og verkefnaskylda. Í mörgum verklegum greinum þarf að ljúka verkefnum á staðnum og þá þarf að mæta.
Hvernig veit ég hvaða áfanga ég byrja á að taka?
Ef þú ætlar í verknám þá er best að skoða PDF skjöl á heimasíðunni um hvernig brautin er byggð upp.
Er öruggt að allir áfangar sem boðið er uppá verði kenndir?
Nei það þarf 14 nemendur svo áfangi fari af stað, ef hætt er við áfanga færðu endurgreitt eða getur farið í annan áfanga.
Ef áfangi er fullur, er hægt að skrá sig á biðlista?
Já það er hægt, hafa samband við skrifstofu, kvöldskólaskrifstofu eða námsráðgjafa og þau skrá þig á biðlista.
Hvernig get ég fengið aðstoð við innritun og námið?
Með því að senda póst á kvold@fb.is og biðja um að hringt sé í þig.
Eða tala við námsráðgjafa okkar.
Get ég leitað til námsráðgjafa?
Já það er hægt. Sjá upplýsingar hér.