Skjalastefna FB
Tilgangur og umfang
Skjalastefna FB á að tryggja vinnubrögð vandaðrar stjórnsýslu í meðhöndlun skjala innan skólans í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77 frá 2014 og önnur opinber fyrirmæli. Stefnan nær til allra skjala sem mynduð eru innan skólans eða berast að og eru vitnisburður um starfsemi skólans.*
Markmið og framkvæmd
- Móttaka, tilurð, skráning, vistun og dreifing skjala skal lúta ákveðnum verklagsreglum sem starfsfólk þarf að fylgja.
- Tryggja þarf varðveislu, rekjanleika og endurheimt skjala og að staða og eftirfylgni mála og verkefna sé ljós hverju sinni.
- Varðveisla og grisjun skjala er skipulagt ferli sem ber að fylgja. SKilaskylda til Þjóðskjalasafns fer eftir lögum og opinberum fyrirmælum.
- Starfsfólk skólans þarf að þekkja stefnu og verklag FB um meðhöndlun skjala og vinna samkvæmt því. Skulu þau fá til þess fræðslu með reglubundnum hætti.
- Skólinn starfrækir skilvirkt og traust skjalastjórnunarkerfi sem uppfyllir lögbundnar skyldur og kröfur.
- Aðgangsstjórnun skjala og mála skal vera í samræmi við lög um persónuvernd.
Endurskoðun
Endurskoða skal skjalastefnu skólans á fimm ára fresti eða við upphaf hvers skjalavörslutímabils hjá skólanum.
Samþykkt af yfirstjórn FB 1. apríl 2025
*Dæmi um skjöl skólans: aðsend bréf og tölvupóstur, stefnur og gæðakerfi, fundargerðir, skýrslur, myndir, teikningar, skólanámskrá og efni á heimasíðu, bókhaldskerfi (ORRI), nemendabókhald (INNA), námsumsjónarkerfi (INNA), útgefið efni.