Sjúkraliðabraut

Sjúkraliðanám er 204 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Til að nemandi getið hafið vinnustaðanám á sjúkrastofnun eða hjúkrunarheimili, þarf hann að hafa náð 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag nemanda. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Viðtalstími fagstjóra sjúkraliðabrautar er á mánudögum og þriðjudögum milli kl. 12:40 og 13:40 í viðtalsherbergi á móti stofu 32, panta þarf tíma á netfangið: kjj@fb.is

Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

KJARNI BRAUTAR

KJARNI
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
DanskaDANS2AA05050
EfnafræðiEFNA2GR03030
EnskaENSK2AF052RF053AL050103
FélagsvísindiFÉLV1SF06600
HeilbrigðisfræðiHBFR1HH05500
ÍslenskaÍSLE2II052KK050100
HjúkrunHJÚK1AG052HM052TV053ÖH053FG053LO0351013
Hjúkrun, verklegHJVG1VG05500
ÍþróttirIÞRÓ1AS02/AD021GH02400
LíffræðiLÍFF1GL03300
LíkamsbeitingLÍBE1HB01100
Líffæra og lífeðlisfræðiLÍOL2SS052IL050100
LyfjafræðiLYFJ2LS05050
NæringarfræðiNÆRI1NN05500
SamskiptiSASK2SS05050
SálfræðiSÁLF2IS053ÞS05055
SiðfræðiSIÐF2SA05050
SjúkdómafræðiSJÚK2MS052GH050100
SkyndihjálpSKYN2EÁ01010
Starfsþjálfun sjúkraliðanemaSTAF3ÞJ270027
StærðfræðiSTÆR2RM05050
SýklafræðiSÝKL2SS05050
UpplýsingatækniUPPT2UT05050
VerknámVINN2LS083ÖH083GH080816
Fj. ein.1973610266

BUNDIÐ VAL

BUNDIÐ ÁFANGAVAL - ÍÞRÓTTIR -nemandi velur 2 einingar af 11
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
ÍþróttirÍÞRÓ1BA011BL01HA011HL021KN01200
1KÖ011ST021SV011ÚT01000
Fj. ein.2200
ÍSLENSKA FYRIR ERLENDA NEMENDUR
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
ÍslenskaÍSANÍSAN1MT05ÍSAN1BE05ÍSAN1BT05ÍSAN1GE05ÍSAN1GT05
ÍSAN2GÞ052550
Fj. ein.302550