Í dag fékk FB vottun vegna náms og þjálfunarverkefna í starfsmenntahluta Erasmus+ menntaáæltlunar ESB. Með vottuninni viðurkennir Landskrifstofa hæfni FB til að skipuleggja og framkvæma góð náms- og þjálfunarverkefni en gerð er krafa um mikil gæði verkefna þeirra sem fá vottun. Einnig er mikilvægt að stofnunin framfylgi stefnumótun um alþjóðasamstarf sem birt verður á heimasíðu skólans innan skamms. FB hefur undanfarin ár fengið háa Erasmus+ styrki og í ár var styrkurinn um 12 milljónir. Það er  Ágústa Unnur Gunnarsdóttir  kynningarstjóri og alþjóðafulltrúi FB sem veitir upplýsingar og aðstoð um umsóknir og styrki.

Styrkir stöðuna í alþjóðlegu samstarfi

Evrópusambandið mun gefa út lista yfir vottaðar stofnanir í þátttökulöndum Erasmus+ og kynna þær sérstaklega. Markmiðið er að að styrkja stöðu þessara stofnana í alþjóðlegu samstarfi og að kynna aðila sem hafa sýnt fram á árangursríkt starf á sviði Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna.

VET Mobility Charter vottun og góð styrkúthlutun Erasmus+ styrkir mjög menntunarmöguleika nemenda og starfsfólks skólans og veitir skólanum mikinn innblástur.