Ágætu nemendur og forráðamenn nemenda í FB

Kennsla hefst hjá okkur fimmtudaginn 27. ágúst samkvæmt stundaskrá. Skólastarf mun verða blanda af stað- og fjarnámi.

Vegna Covid-19 gilda í skólanum almennar sóttvarnareglur landlæknis (www.covid.is). Við leggjum mikla áherslu á handþvott og sótthreinsun. Við biðjum ykkur að forðast að snerta andlit ykkar og halda tveggja metra reglunni þar sem henni verður við komið. Í skólastofum má þó vera 1 meter á milli nemenda.

Sérstakar reglur eru þessar:

  1. Til að tryggja sóttvarnir sem best er mikilvægt að nemendur fari inn og út um sama inngang.
  2. Allir skulu spritta sig þegar gengið er inn í skólann (sprittstöðvar eru við alla innganga).
  3. Gangar eru ætlaðir til þess að ferðast á milli kennslustofa. Gætið þess að virða fjarlægðarreglu, víkja og hinkra ef fjölmennt er á ganginum.
  4. Stofur verða ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu og þurfa ekki bíða fyrir utan stofuna eftir kennara.
  5. Nemendur sótthreinsa hver sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu fimm mínútur af kennslustund til að leiðbeina með hvernig þetta er framkvæmt. Munið að sótthreinsa borðið eins og þið væru að sótthreinsa fyrir ykkur sjálf.
  6. Þegar ekki er hægt að viðhafa fjarlægðarreglu í list- og verkgreinum eiga nemendur að nota andlitsgrímur. Nemendur eiga sjálfir að koma með grímur, án grímu fær nemandi ekki að koma inn í kennslustund.
  7. Ef nemandi finnur til einkenna sem líkjast einkennum Covid á hann ekki að mæta í skólann. Ef kennarar eða starfsfólk verður þess vart að einstaklingur með einkenni Covid sé í skólanum verður hann beðinn um að fara heim.
  8. Nemendum í sóttkví er óheimilt að mæta í skólann. Ef nemendur hafa umgengist aðila sem hefur fengið staðfestingu á því að vera með Covid eiga þeir ekki að mæta í skólann.
  9. Mötuneyti skólans verður lokað fyrst um sinn. Nemendum er heimilt að borða nesti í stofum í frímínútum. Muna að ganga vel frá öllu eftir sig.

Munum að standa saman í sóttvörnum!