Fjarnámskennslu bóknámsbrauta lýkur 4. maí. Námsmat bóknámsbrauta verður rafrænt og munu nemendur fá allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsmats og dagsetningu prófa hjá kennurum.

Sérstök áætlun verður gerð fyrir nemendur á verk- og listnámsbrautum og verður áætlunin tilbúin á næstu dögum. Verk-og listnámskennslu lýkur á tveimur til þremur vikum í maí. Nemendur munu mæta á ákveðin svæði í skólanum þar sem sóttvarnir verða tryggðar.

Stefnt er að útskrift laugardaginn 30. maí í matsal skólans og verða nemendur þá útskrifaðir í nokkrum fámennum hópum til þess að tryggja sóttvarnir. Einnig er gert ráð fyrir að útskriftinni verði streymt.