Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er trúnaðarsamtal og samstarf tveggja aðila. Markmiðið samtalsins er að stuðla að framförum, vexti og auknum árangri þess sem samtalið sækir. Viðfangsefni eru mismunandi en markmiðið er alltaf að bæta árangur, líðan og stuðla að því að marksækjandinn nýti styrkleika sína og tækifæri. Löngunin til að gera betur og ánægjan yfir því þegar það tekst eru grunnþættir í samtalinu. Markþjálfasamtalið styttir leiðina að því markmiði sem marksækjandi hefur sett sér. Markþjálfasamtöl henta öllum sem vilja efla sig og styrkja; í námi og starfi.

Fyrir hvern er markþjálfun?

Allir geta sótt um að komast til markþjálfa. Hvert er þitt markmið? Viltu láta þér ganga betur í skólanum, viltu láta þér líða betur í skólanum, heima, í vinnunni, viltu bæta lífsstílinn þinn, viltu ná lengra í tómstundum, viltu vinna í því sjálfur að ná lengra ?

Vertu velkomin í markþjálfun í FB!

Sendu póst til Maríu Sólveigar msh@fb.is