Snyrtibraut

Nám á snyrtibraut er 220 eininga nám og þar af 198 einingar í skóla og því lýkur með burtfararprófi á 3. námsþrepi úr skólanum til undirbúnings sveinsprófi sem þreytt er að lokinni 10 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu sem metin er til 22 eininga. Náminu á brautinni er jafnframt ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum. Námið tekur að jafnaði fjögur ár, eitt ár í undirbúning í skóla, tvö ár í sérgreinum brautarinnar og 10 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu til undirbúnings sveinsprófi. Tilgangur námsins er að undirbúa nemendur undir starf snyrtifræðings og er mikil áhersla lögð á mannleg samskipti, nærgætni, nákvæmni og stundvísi.

Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

Einingafjöldi: 220

Yfirlit brautar (pdf)

SÆKJA UM SKÓLAVIST

KJARNI BRAUTAR

BUNDIÐ ÁFANGAVAL

AÐRIR ÁFANGAR