Þú ert hér:|Snyrtibraut
Snyrtibraut2017-12-22T12:15:06+00:00

Snyrtibraut

Nám á snyrtibraut er 240 eininga nám og þar af 193 einingar í skóla og því lýkur með burtfararprófi á 3. námsþrepi úr skólanum til undirbúnings sveinsprófi sem þreytt er að lokinni 7 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu sem metin er til 47 eininga. Náminu á brautinni er jafnframt ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum. Námið tekur að jafnaði fjögur ár, eitt ár í undirbúning í skóla, tvö ár í sérgreinum brautarinnar og 7 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu til undirbúnings sveinsprófi. Tilgangur námsins er að undirbúa nemendur undir starf snyrtifræðings og er mikil áhersla lögð á mannleg samskipti, nærgætni, nákvæmni og stundvísi.

Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans. Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri til þess að hefja nám í verklegum áföngum.

Nám og kennsla í snyrtifræði miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð snyrtivara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra. Þá er stefnt að því að nemendur auki færni sína til þess að standast kröfur iðngreina um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Snyrtifræðingar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að þjálfa samskiptafærni nemenda og getu þeirra til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina. Í námskrá snyrtibrautar er lögð áhersla á að rækta með nemendum jákvætt viðhorf til gæða í þjónustu.

Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.

Starfsþjálfun nemenda er 7 mánuðir og er metin til 47 eininga.

Einingafjöldi: 240

Yfirlit brautar (pdf)

SÆKJA UM SKÓLAVIST

KJARNI BRAUTAR

KJARNI            
Fj. ein.240481027810
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4
AndlitsmeðferðANMF1AA071AB042BA072BB043CA073CB044DA051111115
DanskaDANS2AA050500
EfnafræðiEFNA2GR030300
Efnisfræði snyrtivaraESNY2EF051AA012BA0511000
EnskaENSK2AF052RF0501000
FótsnyrtingFOTS2BA042CA020600
FörðunFÖRÐ1AA031AB022BA043CA045440
Handsnyrting til sveinsprófs í snyrtifræðiHASN1AA052BA033CA035330
HárfjarlægingHÁRF2BA040400
HeilbrigðisfræðiHBFR1HH055000
HúðsjúkdómarHÚSJ2CA050500
ÍslenskaÍSLE2II052KK0501000
ÍþróttirIÞRÓ1AS02/AD021GH024000
LíffræðiLÍFF1GL033000
Líffæra og lífeðlisfræðiLÍOL2SS052IL0501000
LíkamsmeðhöndlunLIKM2AA052BA054CA0501005
Litun augnahára og augnabrúnaLIPL1AA033000
NæringarfræðiNÆRI1NN055000
RitgerðarsmíðRITG3DA030030
Samvinna nemaSAVN1BA013DA011010
SkyndihjálpSKYN2EÁ010100
Sótthreinsun og smitvarnirSMSÓ1AA022000
StofutímarSTOF3BA030030
StærðfræðiSTÆR2RM050500
UpplýsingatækniUPPT2UT050500
Vinnustaðanám í snyrtifræðiVINS3DO060060
ÞjónustusiðfræðiSAÞJ1AA033000
StarfsþjálfunSTAÞ3NS203ÞS2700470

BUNDIÐ ÁFANGAVAL

BUNDIÐ ÁFANGAVAL - ÍÞRÓTTIR -nemandi velur 2 einingar af 11           
Fj. ein.2200
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
ÍþróttirÍÞRÓ1BA011BL01HA011HL021KN01200
1KÖ011ST021SV011ÚT01000

AÐRIR ÁFANGAR

BYRJUNARÁFANGAR - Nemendur sem hafi lokið íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í þessum áföngum á 1. þrepi.            
Stærðfr. fornámSTÆR1FO05500
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
DanskaDANS1AL05500
EnskaENSK1AU05500
ÍslenskaÍSLE1AA05500
StærðfræðiSTÆR1AU05500
ÍSLENSKA FYRIR ERLENDA NEMENDUR           
Fj. ein.302550
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
ÍslenskaÍSANÍSAN1MT05ÍSAN1BE05ÍSAN1BT05ÍSAN1GE05ÍSAN1GT05
ÍSAN2GÞ052550