Það er ánæjulegt að segja frá því að skólinn hefur gert áframhaldandi samning við World Class um að allir nemendur skólans geti nýtt stöðina milli kl. 8 og 16 á daginn. Þeir sem mæta vel geta unnið sér inn allt að þrjár valeiningar ( mæting í 21 skipti gefur eina einingu) og eru nemendur beðnir að nýta búningsklefana í íþróttahúsinu, séu þeir lausir. Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang í World Class eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á skrifstofu skólans. Skráning er fram til 1. febrúar.