Vorhátíð Nemendafélags FB var haldin einn fimmtudag í lok apríl sl. og var þrusu fjör hjá nemendum og starfsmönnum þennan dag.

Öllum var boðið upp á pítsu og gos, ísbíllinn og vöfflubíllinn komu við.

Nemendum gafst síðan kostur á að henda rjóma framan í starfsmenn skólans og samnemendur og söfnuðust tugir þúsunda króna til styrktar Stómasamtökunum með athæfinu.

Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar stórhljómsveitin whalers lék nokkur lög uppi á skyggni við nýbyggingu, en hljómsveitina skipa þrír starfsmenn og fimm nemendur.

Mikið fjör var á vorhátíðinni í rjómablíðu.

Kastspjaldið

Kastspjaldið

rjómi2

Kennarar höfðu gaman af því að láta kasta í sig!

Kennarar höfðu gaman af því að láta kasta í sig!

Að sjálfsögðu var slegið í eina sjálfu!

Að sjálfsögðu var slegið í eina sjálfu!

Stórsveitin whalers á skyggninu!

Stórsveitin whalers á skyggninu!