Í gær þann 26. ágúst hélt Nemendafélag skólans NFB vel heppnað nýnemakvöld. Í ljósi aðstæðna var viðburðurinn haldinn með fjarfundarbúnaði Teams. Fundurinn var vel sóttur en alls komu 120 nemendur inn á Teams og tóku þátt. Fundurinn hófst á því að nemendafélagið og stjórnendur skólans buðu nemendur velkomna í skólann. Jón Jónsson söngvari var leynigestur og heillaði alla uppúr skónum og hélt uppi frábærri stemningu. Í lokin sáu félagsmálafulltrúar skólans þau Andri Þorvarðarson og Kristín Guðrún Jónsdóttir um Kahoot netleik og voru vegleg verðlaun í boði. Alls tóku 80 nemendur þátt í leikum. Óskum sigurvegurum í leiknum til hamingju og minnum á að þeir geta sótt verðlaunin á skrifstofu skólans. Þökkum Jóni Jónssyni og  öllum nýnemum fyrir þátttökuna og frábæra skemmtun.