Innan hefur verið opnuð þannig að nemendur geti valið fyrir vorönn 2015.

Valið stendur til sunnudagsins 9. nóvember.

Allar leiðbeiningar um valið eru á heimasíðu skólans undir þessari slóð: https://www.fb.is/namid/val-fyrir-naestu-onn/

Ef það koma upp vandamál þá verða umsjónarkennarar, námsráðgjafar, áfangastjóri til viðtals og aðstoðar í skólanum vikuna 3.-7. nóvember. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bhj@vu2016.carl.1984.is eða hringja í síma 570-5608 (Berglind).

Það er nauðsynlegt að skoða öll skjölin sem eru á fyrrnefndri slóð: https://www.fb.is/namid/val-fyrir-naestu-onn/. Þar er t.d. hægt að sjá á hvaða önnum áfangarnir eru kenndir og hvaða íþróttaáfangar eru í boði hverju sinni.

Gott er að hafa eftirfarandi við höndina þegar gengið er frá valinu:

– Útprentun á námsferli úr Innunni: www.inna.is.

– Prenta út valáætlun og fylla hana út: https://www.fb.is/wp-content/uploads/2014/01/valplan.pdf

– Prenta út brautalýsingar: Allar brautir eru á heimasíðu skólans. https://www.fb.is/namid/namsbrautir/ og hægt að prenta út. En það er líka hægt að fá blaðið í biðstofu námsráðgjafa eða á skrifstofu skólans.

– Annaskipting áfanga á brautum, þetta er undir val fyrir næstu önn: https://www.fb.is/namid/val-fyrir-naestu-onn/.

– Áfangalýsingar Eru á heimasíðu skólans.

Nauðsynlegt er að velja fyrir 9. nóvember til að eiga skólavist vísa á næstu önn!