Í útvarpsþættinum Efra Breiðholt á Rás 1 eru meðal annars viðtöl við nokkra nemendur okkar. Þættirnir verða samtals þrír og við fáum meðal annars innsýn í líf nemenda í skólanum og áhugamál þeirra í gegnum viðtöl og hljóðdagbækur. Tvö þeirra, þau Erika Eik og Sigurgeir Andri héldu hljóðdagbækur í heila viku og eru brot úr dagbókunum spiluð í þættinum. Í þættinum er líka rætt við fólk sem bjó í efra Breiðholti á árum áður þegar hverfið var að byggjast upp. Það er áhugavert að hlusta á þau Eriku Eik, Sigurgeir Andra Ágústsson og Sudip Bohora. Þau eru einlæg og til fyrirmyndar. Hlustið á fyrsta þáttinn hér.