Í gær útskrifuðum við 138 einstaklinga með samtals 153 lokapróf við hátíðlega athöfn í Silfurbergi, Hörpu. Af þeim sem útskrifuðust voru 62 með stúdentspróf, 17 útskrifuðust af húsasmiðabraut, 22 af rafvirkjabraut, 12 af snyrtibraut, 31 af sjúkraliðabraut og 9 af starfsbraut. Alls voru 15 nemendur sem útskrifuðust með tvö próf. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og flutti ávarp og kveðjuorð. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsræðu. Rakel Helga Harðardóttir nýnemi söng við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar. Ræður útskriftarnema fluttu þau Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir sem útskrifaðist af myndlistarbraut og Páll Bergmann sem útskrifaðist af rafvirkjabraut. Þá voru veitt fjölmörg verðlaun og viðurkenningar. Verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi hlaut Elísa Nína Luengas Resgonia, félagsvísindabraut. Hún fékk einnig verðlaun frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þá hlaut Erna Dagbjört Jónsdóttir, sem útskrifaðist af opinni braut viðurkenningu frá styrktarsjóði Kristínar Arnalds. Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir, myndlistarbraut hlaut viðurkenningu frá Rotarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf í þágu nemenda. Við óskum öllum útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann. Á flickr myndasíðu skólans má sjá fleiri myndir af útskriftinni. Myndirnar tók Haraldur Guðjónsson Thors.

Verðlaun í einstökum greinum

EÐLISFRÆÐI: Grétar Víðir Reynisson, náttúruvísindabraut

EFNAFRÆÐI: Grétar Víðir Reynisson, náttúruvísindabraut

ENSKU: Elísa Nína Luengas Resgonia, félagsvísindabraut

FATA- OG TEXTÍLGREINUM: Jagoda Dominika Pokojska, fata- og textílbraut

FÉLAGSGREINUM:  Elísa Nína Luengas Resgonia, félagsvísindabraut

FJÖLMIÐLAFRÆÐI:  Bjarni Þorsteinsson, opin braut

ÍSLENSKA:

FRÁ STYRKTARSJÓÐI KRISTÍNAR ARNALDS:  Erna Dagbjört Jónsdóttir,  opin braut, braut 

MYNDLISTARGREINUM:  Benedikt Axel Morelli, myndlistarbraut

MYNDLISTARGREINUM:  Kaja Bo Trotter, myndlistarbraut

RAUNGREINAR Grétar Víðir Reynisson, náttúruvísindabraut

SÁLFRÆÐI Elísa Nína Luengas Resgonia, félagsvísindabraut

SPÆNSKA:  Erna Dagbjört Jónsdóttir,  opin braut

STÆRÐFRÆÐI: Alexander Örn Emilsson, tölvubraut

STÆRÐFRÆÐI: Grétar Víðir Reynisson, náttúruvísindabraut

TÖLVUGREINAR: Dagur Benjamínsson, tölvubraut

VIÐURKENNINGU FYRIR MESTU FRAMFARIR Á NÁMSTÍMANUM Á STARFSBRAUT: Védís Harðardóttir, starfsbraut

HÚSASMIÐABRAUT: Vignir Þór Þórsson, húsasmiðabraut

RAFVIRKJABRAUT:  Stefanía Þorbergsdóttir, rafvirkjabraut

SJÚKRALIÐABRAUT: Oddný Ófeigsdóttir, sjúkraliðabraut  

SNYRTIBRAUT: Lára Vilhelmsdóttir, snyrtibraut

Nánar