Í gær útskrifuðust 117 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu. Stærsti verknámshópurinn voru rafvirkjar en þeir voru 22. Stúdentarnir voru 72 og af þeim voru 9 nemendur sem luku öðrum prófum samhliða. Þá útskrifuðust 19 sjúkraliðar, 8 húsasmiðir og 5 snyrtifræðingar. Verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi fékk Fanney Viktoría Kristjánsdóttir.  Hún lauk bæði stúdentsprófi og starfnámi á sjúkraliðabraut. Hún sópaði að sér flestum verðlaunum. Auk þess að fá verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi fékk hún verðlaun frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella, verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku og verðlaun fyrir bestan árangur á sjúkraliðaprófi. Pétur Magnússon hlaut verðlaun frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir störf sína að félagsmálum í þágu skólans.