Síðastliðinn föstu­dag, 18. desember, út­skrifuðust 130 nem­end­ur frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti. Dúx skól­ans var Matth­ías Árni Guðmunds­son sem út­skrifaðist af nátt­úru­fræðibraut með ein­kunn­ina 9,32. Matth­ías er 19 ára og hlaut verðlaun í eðlis­fræði, efna­fræði, stærðfræði og spænsku.

Þess má geta að Matth­ías fékk 10 í öll­um stærðfræðiá­föng­un­um sem hann tók.

Átján nem­end­ur út­skrifuðust af sjúkra­liðabraut og húsa­smiðabraut, 21 af raf­virkja­braut og 9 af snyrtibraut.

Vil­borg Vala Sig­ur­jóns­dótt­ir var sem­idúx með ein­kunn­ina 9,03. Hún úskrifaðist af tveim­ur braut­um; nátt­úru­fræðibraut og mynd­list­ar­braut. Hún hlaut viður­kenn­ingu frá Soroptim­ista­klúbbi Hóla og Fella, og verðlaun fyr­ir eðlis­fræði, jarðfræði, mynd­list­ar­grein­ar og þýsku.

Hulda Hrefna Marteins­dótt­ir út­skrifaðist af fata- og tex­tíl­braut og hlaut viður­kenn­ingu fyrir námsárangur og góða kunnáttu í íslensku frá Styrkt­ar­sjóði Krist­ín­ar Arn­alds, fyrr­ver­andi skóla­meist­ara FB.

Hall­fríður Elín Pét­urs­dótt­ir út­skrifaðist af fata- og tex­tíl­braut og fékk viður­kenn­ingu frá Rótarý­klúbbi Breiðholts fyr­ir góðan náms­ár­ang­ur og fé­lags­störf.

Útskriftarræðu Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara má lesa hér.

Allar myndirnar eru frá Jóhannesi Long ljósmyndara.

 

Allur hópurinn í Hörpu 18. desember 2015.

Allur hópurinn í Hörpu 18. desember 2015.

 

Verðlaunahafar 18. desember 2015.

Verðlaunahafar 18. desember 2015.

 

Rafvirkjar 18. desember 2015.

Rafvirkjar 18. desember 2015.

 

Húsasmiðir 18. desember 2015.

Húsasmiðir 18. desember 2015.

 

Sjúkraliðar 18. desember 2015.

Sjúkraliðar 18. desember 2015.

 

Snyrtifræðingar 18. desember 2015.

Snyrtifræðingar 18. desember 2015.