Útskriftarhátíð FB fór fram við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu þann 17. desember. Alls útskrifuðust 137 einstaklingar með 149 skírteini. Af þeim voru 66 nemendur með stúdentspróf, 26 útskriftuðust af húsasmiðabraut, 24 af rafvirkjabraut, 26 af sjúkraliðabraut, 7 af snyrtibraut. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfnnni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp. Tveir nemendur skólans tóku þátt í tónlistaratriðum, Ásta Bína Lárusdóttir Long sem söng lagið Ást við undirleik Páma Ólasonar og lagið Hjá þér þar Stefán Örn Ingvarsson lék á gítar. Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta jólakortið í jólakortasamkeppni skólans en sigurvegari var Katrín Björg Hjálmarsdóttir nemandi á myndlistarbraut. Vilma Þórarinsdóttir sem útskrifaðist bæði sem sjúkraliði og stúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Þá voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og hlaut Andrea Rós Guðmundsdóttir, fata- og textílbraut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Andrea Rós hlaut viðurkenningu frá Styrktarsjóði Kristínar Arnalds fyrir bestan árangur í íslensku á stúdentsprófi , sem og viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þá hlaut Eyþór Björnsson, stúdent af náttúruvísindabraut viðurkenningu frá Rótaryklúbbi Breiðholts sem og viðurkenningu fyrir bestan árangur í eðlisfræði og raungreinum. Þá voru starfsmennir Gunnar M. Gunnarsson, Ólöf Helga Þór, Gunnar Páll Jóakimsson og Helga S. Helgadóttir kvödd en þau hafa nú hætt störfum sökum aldurs. Þá var Pálmar Ólason heiðraður fyrir tónlistarstjórn undanfarna áratugi. Fleiri myndir birtast næstu daga á samfélagsmiðlum og á heimasíðu skólans. Myndir:HAR og AUG