Næstkomandi laugardag, 29. maí, verður útskriftarhátíð okkar í Hörpu. Við munum hafa tvær útskriftir, sú fyrri er klukkan 13 og seinni klukkan 15. Þeir sem útskrifast kl. 13 eru nemendur af húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut og snyrtibraut. Þeir sem eru að ljúka verknámsprófi og stúdentsprófi á sama tíma, mæta með verknámsbrautinni. Þeir sem útskrifast kl. 15 eru nemendur sem eru að ljúka stúdentsprófi og prófi af starfsbraut. Nemendur mega bjóða fjórum gestum á athöfnina. Nemendur eru beðnir um að mæta 30 mínútum fyrir athöfnina.  Útskriftarnemendum verður sendur póstur  miðvikudaginn 26. maí, með hlekk á bókunarsíðu fyrir gesti. Kennarar og starfsmenn eru velkomnir við athöfnina. Silfurbergi verður skipt í tvö sóttvarnarhólf og þurfa allir að vera skráðir í sæti. Útskriftinni verður streymt og verður tengill á streymið settur á heimasíðu skólans. Nemendur og gestir mæta prúðbúnir til athafnarinnar. Athöfnin er um það bil klukkustund.