Útskriftarhátíð FB var haldin í Háskólabíói 18. desember. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni. Þá voru útskrifaðir 137 nemendur, 91 stúdent, 17 sjúkraliðar, 14 rafvirkjar, 12 húsamiðir og 10 snyrtifræðingar.

utskrift2014h-hopmynd

 

Um söng og gítarleik sáu nemendur FB, þau Monica Jovisic, Ásdís Margrét Ólafsdóttir nýstúdent og Edward Torfason.

Um söng og gítarleik sáu nemendur FB, þau Monica Jovisic, Ásdís Margrét Ólafsdóttir nýstúdent og Edward Torfason.

 

Sara Diljá Sigurðardóttir dúx skólans tekur við viðurkenningum úr hendi skólameistara Guðrúnar Hrefnu.

Sara Diljá Sigurðardóttir dúx skólans tekur við viðurkenningum úr hendi skólameistara Guðrúnar Hrefnu.

Í ræðu sinni sagði Guðrún Hrefna skólameistari að drifkrafturinn í hverjum skóla væru nemendurnir. Hún sagði skólana þurfa að svara þeim kröfum sem uppi eru um að stytta nám í framhaldsskóla og taka upp nútímalegri kennsluhætti. Hvetja ætti nemendur til samvinnu, samræðu og skapandi starfs í stað þess að vera þiggjendur og upplýsingatakar. „Hlutverk skólanna á að vera að auka nemendum þor til þess að sjá tækifæri, grípa þau og koma hlutum í framkvæmd – að skapa“ sagði Guðrún Hrefna. Nemendur eiga að verða virkir þátttakendur í skólasamfélaginu. Skólinn eigi að verða vagga lýðræðis, staður þar sem nemendur og kennarar fái tækifæri til þess að kanna hið óþekkta og skapa nýjan og betri veruleika. Nemendur þurfi nefnilega „að læra að standa vörð um það sem við dýrast eigum – frelsinu til að vera við sjálf, frelsinu til að láta aðra vita hvað okkur finnst, frelsinu til þess að hafa áhrif á aðstæður okkar í lífinu,“

Fleiri myndir af útskriftinni má finna á Facebook síðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti.