Við þökkum öllum sem tóku þátt í jólakortasamkeppni FB 2020 innilega fyrir þátttökuna. Alls bárust okkur 85 tillögur sem er mögnuð þátttaka! Vandi dómnefndar var mikill að velja einn sigurvegara. Svo erfitt var valið að ákveðið var að veita ekki bara fyrstu verðlaun heldur líka önnur verðlaun. Fyrstu verðlaun kr. 40.000 hlýtur Eydís Erna Einarsdóttir nemandi á snyrtibraut. Hún hlaut einnig sérstaka viðurkenningu fyrir jólalega útfærslu á merki skólans. Önnur verðlaun kr. 15:000 hlýtur Margrét Helgadóttir nemandi á snyrtibraut. Við óskum þeim báðum innilega til hamingju!. Myndir af jólakortunum munu einnig birtast á samfélgasmiðlum skólans eins og Instagramminu fbskoli og Facebook síðu skólas. Jólakortið sem varð í fyrsta sæti verður notað sem rafræn jólakveðja frá skólanum til starfsfólks og velunnara skólans.