Söngkeppnin Öskur var haldin með glæsibrag  í FB á föstudagskvöldið.
Samkeppnin var hörð og var það Lena Inaba Árnadóttir sem bar sigur úr býtum og mun hún taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FB.
Í öðru sæti var Hrafn Bogdan Seica Haraldsson og í þriðja sæti var Björk Ásgrímsdóttir.
Óskum öllum þátttakendum til hamingju með flotta frammistöðu.
Fleiri myndir eru á facebooksíðu skólans.