Kennsla hefst þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundatöflu og kennt verður í gegnum rafræna miðla fram til 8. janúar. Stefnt er að því í framhaldinu að hefja staðkennslu fyrir tiltekna hópa með svipuðu sniði og var í lok haustannar. Þar er átt við nemendur í í verk- og listnámi og á starfsbraut, svo og nýnema í bóknámi og á framhaldsskólabraut. Nánar verður sagt frá því í fyrstu kennsluvikunni. Athugið að Bóksalan verður opin til 15. janúar 12-13 og líka milli 15-18.. Skrifstofa skólans er opin eins og venjulega frá kl. 8:00-15:00 nema föstudaga er opið til kl. 13:00. Gleðilegt ár!