Kennsla hefst föstudaginn 20. ágúst. Skólasetning og nýnemamóttaka verður miðvikudaginn 18. ágúst kl. 15:00 í matsal skólans og lýkur um kl. 17:00.

Aðgangur nemenda að Innunni hefur verið opnaður og þar má sjá stundatöflu nemenda og námsgagnalistann.

Viðtöl vegna stundatöflunnar verða miðvikudaginn 18. ágúst  frá kl. 8 – 16 og er það gert á Teams eða í farsíma.

Athugið að þeir nemendur sem eru skráðir í íþróttir hafa aðgang að World Class Breiðholti á virkum dögum frá kl. 8-16, án endurgjalds. Aðrir geta fengið þannig aðgang með því að skrá sig á skrifstofu skólans í fyrstu kennsluviku.

Hægt er að segja sig úr áfanga til 10. september og er það gert á skrifstofu skólans.

Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna í tölvupósti til nemenda frá Berglindi Höllu áfangastjóra.