Aðgangur nemenda að stundatöflunni í  Innunni verður opnaður, í lok dags, miðvikudaginn 14. ágúst. Þið notið íslykilinn eða rafræn skilríki í síma til að komast inn á INNU. Allt um rafræn skilríki hér: https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/skilriki-i-farsima/  

Stundatöflubreytingar  verða fimmtudaginn 15. ágúst frá kl. 10-16 og föstudaginn 16. ágúst frá kl. 8 – 16 í stofu 254. Nemendur taki númer við stofuna. Gengið er inn í nýju bygginguna, á móti sundlauginni. Við hvetjum útskriftarnema á haustönn 2019 og vorönn 2020 til að koma á fimmtudaginn. Athugið að ekki er hægt að gera breytingar á stundatöflunni í gegnum tölvupóst eða síma. Allar fyrirspurnir verða að koma í viðtölunum. Nemendur sem eru skráðir í íþróttir hafa aðgang að World Class Breiðholti á virkum dögum frá kl. 8-16, án endurgjalds.

Stundatöflur nemenda á starfsbraut opna mánudaginn 19. ágúst kl. 17.

Þriðjudaginn 20. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá kl. 8:30.

Hlökkum til að sjá ykkur!