Kennsla í dagskóla hefst þann 20. ágúst samkvæmt stundatöflu og í kvöldskóla þann 22. ágúst. Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar í INNU í lok dags þann 15. ágúst.

Skólasetning og nýnemakynning veður þann 17. ágúst kl. 15 í matsal nemenda og lýkur kl. 17.

Viðtöl vegna breytinga á stundatöflu verða fimmtudaginn 16. ágúst kl. 10-16  og eru útskriftarnemendur haust 2018 og vor 2019 beðnir um að koma þá, en allir eru auðvitað velkomnir. Lokadagur viðtala vegna töflubreytinga er  föstudaginn 17. ágúst kl. 8-15.

Viðtölin verða í stofu 254 og nemendur taka númer. Athugið að ekki er hægt að  breyta töflum eftir að stundatöfluviðtölum er lokið.