Umsóknarfrestur haustannar rennur út til og með 15. október n.k. Þó er hægt er að sækja um jöfnunarstyrk haustannar frá 15. október til 15. febrúar n.k. en þeir nemendur sem það gera fá 15% skerðingu á styrknum. Mælt er með því að þeir nemendur sem stunda nám á báðum önnum námsársins 2021-2022 sæki um báðar annir strax, þ.e. haustönn 2021 og vorönn 202Frekari upplýsingar má fá með því að senda póst á menntasjodur@menntasjodur.is.

Réttur til styrks
Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda reglubundið nám fjarri heimahögum og fjölskyldu geta átt rétt á jöfnunarstyrk. Nemandi telst stunda reglubundið nám hafi hann gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn (12 skólaeiningum).
Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið hvoru tveggja, jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.