1. Nemendur og starfsfólk virði nándarmörk og gæti vel að sóttvörnum.
  2. Grímuskylda er í skólanum og hægt að fá grímur og spritt á hendur við innganginn
  3. Skólastofur verða opnar í frímínútum og hægt að setjast þar inn.
  4. Nemendur þrífa skólaborð sín í lok hvers tíma.
  5. Nemendur huga að tíðum handþvotti og sprittun.
  6. Varast skal hópamyndun á göngum skólans og í matsal nemenda.
  7. Nemendur þrífa borð sín í matsal eftir notkun.
  8. Ef nemandi finnur til smá flensueinkenna, hita eða særinda í hálsi skal hann ekki koma í skólann.

Skráning veikinda, einangrunar vegna Covid og sóttkvíar í INNU.

Minnum á að forráðamenn skrá veikindi  í INNU fyrir nemendur yngri en 18 ára. Eldri nemendur sjá sjálfir um að skrá veikindi sín í INNU.

Þeir sem eru veikir vegna Covid-19 eru beðnir um að taka það fram í athugasemdum og segja hversu lengi þeir eiga að vera í einangrun.

Við getum þá skráð þau veikindi fram í tímann og því þarf ekki að senda inn veikindaskráningu á hverjum degi. Ef einangrun lengist þá þarf að láta vita á skrifstofu skólans.

Þeir sem þurfa leyfi vegna sóttkvíar eru beðnir um að skrá í athugasemdir á INNU, að þeir séu í sóttkví og hversu lengi þeir þurfa að vera í sóttkví og það verður skráð í INNU fyrir viðkomandi.

Ef skólinn þarf vottorð um veikindin eða sóttkví þá höfum við samband við viðkomandi nemanda.

Önnur veikindi eru skráð eins og áður hefur verið gert í INNU.

Við minnum nemendur á að þrátt fyrir einangrun eða sóttkví verði þeir að fremsta megni að fylgja námsáætlun hvers áfanga.

Gangi okkur öllum vel!