Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagurinn er í dag.  Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: "Fáðu samþykki! Stattu með þér! Gerðu eitthvað í málinu!" Fyrirlesturinn er fræðsla um „sexting“ og stafrænt kynferðisofbeldi (hrelliklám) á netinu. Ræddi hún um orsakir og afleiðingar, myndbirtingar og dreifingu á myndum, ásamt þeim leiðum sem hægt er að fara til að koma í veg fyrir hrelliklám.  Í Sunnusal og Mánasal sýndu kvikmyndaframleiðendurnir Magnús Jóhannesson og Sigurður Eyberg Jóhannesson myndina "Maðurinn sem minnkaði vistspor sitt". Eftir sýningu myndarinnar ræddu þeir við nemendur um efni myndarinnar. Vel tókst til og var fjölmennt á báðum viðburðum.