Tölvubraut

Námi á tölvubraut er ætlað að veita nemendum þekkingu á sem flestum sviðum tölvutækninnar auk haldgóðs undirbúnings í bóklegum greinum af sérsviði náttúruvísinda. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í tölvugreinum, verkfræði, stærðfræði og tæknigreinum. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.

Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

Einingafjöldi: 200

Nánari lýsing brautar.
Yfirlit brautar (pdf)

SÆKJA UM SKÓLAVIST

KJARNI BRAUTAR

BUNDIÐ VAL

BUNDIÐ ÁFANGAVAL