Skólinn tekur þátt í nokkrum þróunarverkefnum skólaárið 2018-2020. Verkefni á vegum Erasmus+ eru samstarfsverkefnin Crossroads With The Future, Reporters Without Frontiers, ST´ART, European Voice of Sales og WATT in STEaM. Verkefni sem eru styrkt af Sprotasjóði eru gerð áhugasviðskönnunar og þróun námsefnis í FabLab fyrir Starfsbraut FB, þróun stuðnings í íslensku fyrir erlenda nemendur í verknámi og verkefnið Hugrækt í FB. Skólinn hefur einnig fengið styrk úr Þróunarsjóði námsgagna til þess að búa til námsefni í upplýsingatækni fyrir Starfsbraut FB. Þá hefur skólinn fengið stóra Erasmus+ styrki í flokknum Nám og þjálfun innan starfsmenntunar. Sjá nánar á alþjóðasíðu skólans.