Lagt af stað kl. 7:45 í lobbýinu á hótelinu að sjúkrahúsi bæjarings. Þar var sýnikennsla fyrir sjúkraliðanema og þar fengu nemendur um skurðaðgerðir eins og botlangaskurðaðgerð og horfðum á sýnikennslu og einnig var boðið upp á spurningar. Mjög fínn fyrirlestur og sýnikennslan til fyrirmyndar. Eftir það gengum við um spítalann fórum inn á lyfjadeild og sáum þyrluvöllinn” heliport” á meðan við vorum þar kom þyrlan inn með sjúkling.

Eftir þetta var hádegisverðarfundur með þáttakendum verkefnisins. Því næst heimsóttum við nemendur í skólastofum og skoðuðum aðbúnað í skólanum.
Að því loknu fórum við i City Hall eða ráðhúsið og fengum þar góða leiðsögn. Farið var upp í turn og horft yfir alla borgina og upp í fjöllin sem umkringja borgina.