Þú ert hér:||Námsver og bókasafn
Námsver og bókasafn 2017-09-25T09:31:24+00:00

Námsver og bókasafn

Námsverið er staðsett inni á bókasafni skólans (stofa 371). Námsverið er fyrir alla nemendur skólans

Í námsveri fá nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fjölbreytta námsaðstoð. Þeir fá aðstoð við skipulagningu náms og upplýsingar um hjálparforrit og ýmis tæki sem nýtast þeim í námi.

Í námsveri fá nemendur aðstoð við prófatöku og hjálp með heimanám, verkefna – og ritgerðasmíð.

Á bókasafni fá nemendur notendanafn og lykilorð í tölvur safnsins og þar geta þeir prentað út. Þeir eru með 50 blaða ókeypis prentkvóta á önn. Ef kvótinn klárast ekki á haustönn þá flyst afgangurinn yfir á vorönn. Afgangskvóti þurrkast aftur a móti út á sumrin. Ef kvótinn klárast geta nemendur keypt fleiri blöð á bókasafninu og þá kostar blaðsíðan 10 kr.
Nemendur geta fengið ljósritað á safninu. Blaðið kostar 20 kr. Starfsmaður bókasafns ljósritar. Ekki er prentað eða ljósritað í lit.

Fréttir og viðburðir

Stuðningstímar í námsveri

30. september 2016|0 Comments

Námsver í stærðfræði í stofu 202 mánudaga og fimmtudaga frá kl. 16:05-17:05. Námsver í íslensku ( á bókasafni) mánudaga kl. 11:00-12:00, þriðjudaga kl. 9:50-10:50, 11:00-12:00, 12:40-13:40, miðvikudaga kl. 9:50 - 10:50, 11:00 - 12:00, 12:40-13:40.  

Frí áskrift að ordabok.is

1. september 2016|0 Comments

Öllum nemendum landsins upp að tvítugu gefst nú kostur á að stofna fría og endurgjaldslausa áskrift að ordabok.is. Áskriftin gefur ótakmarkaðan aðgang að öllu vefsvæðinu og öllum orðabókunum, þ.e. ensk-íslenskri, íslensk-enskri, dansk-íslenskri, íslensk-danskri og stafsetningarorðabók. Auðvelt er að glósa með orðabókinni og er hægt að nota hana á öllum tækjum, svo sem tölvum, spjaldtölvum og símum. Nemendur fara á slóðina http://www.ordabok.is og velja Fríáskrift. Aðeins

Opnunartímar

Bókasafn

Frá kl. 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
Á föstudögum er opið frá kl. 8:00 – 15:00.

Námsver

Námsverið (st. 371) er opið frá 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
Á föstudögum er opið frá kl. 8:00-15:00.

Starfsfólk námsvers og bókasafns

Forstöðumaður bókasafns er
Þórunn Snorradóttir

Námsversstjóri er Sunneva Filippusdóttir, suf@fb.is – 570 5604