Laugardagurinn 1. desember er merkur dagur í sögu Íslands, en þá eru 100 ár frá fullveldi okkar. Í telfni dagsins langar okkur að vera með „þjóðlegan föstudag“ þann 30. nóvember næstkomandi. Við hvetjum alla bæði nemendur og starfsfólk til að mæta í skólann í einhverju þjóðlegu, hvort sem það eru lopapeysur, ullarsokkar, landsliðsbúningar eða jafnvel upphlutur/þjóðbúningur. Mætum öll í hátíðarskapi á föstudaginn.