Verkefnið The Butler sem er samstarfsverkefni E-labsins í FB, Nýsköpunarmiðstöðvar og Reykjavíkurborgar er komið í aðra umferð keppni um nýsköpunarverkefni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Norðulandaráðs (Nordic Innovation Center). Alls voru 428 umsóknir sendar inn og 52 þeirra komust í aðra umferð.

The Butler

Kerfið hjálpar eldra fólki og fötluðum að búa lengur sjálfstætt við meira öryggi. Það er hægt að tengja það öryggisvöktun og nánustu aðstandendum og láta það gera viðvart þegar hætta steðjar að. Kerfið byggir á „vitrænum“ rafeindaskynjurum sem skynja er aðstæður breytast á heimili notandans eða ef hann liggur á gólfi.

Skynjararnir verða á vatns- og rafmagnsinntaki sem skynja ef notkun þess verður óeðlileg, vatn flæðir óheft svo og ef flæðir upp úr potti á eldavélarhellu. Þá getur kerfið fylgst m