Í tilefni 40 ára afmælis skólans hefur liðin vika einkennst af gleði við undirbúning afmælishátíðarinnar.

Á fimmtudaginn var afmæliskaka fyrir alla í skólanum.

Í gær komu Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaief forsetafrú í heimsókn í skólann og dvöldu lengi í skólanum. Þau ræddu við nemendur og starfsmenn og Ólafur ræddi við nemendur um gildi forvarna. Þau gengu síðan um skólann og heimsóttu ýmsar deildir.

Í dag, laugardag, var síðan opið hús í skólanum og afmælishátíð. Á afmælishátíðinni voru meðal annars flutt ávörp og tónleikar. Ávörp fluttu Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Eygló Harðardóttir húsnæðis- og félagsmálaráðherra, Dagur B Eggertsson borgarstjóri, Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Hjalti Jón Sveinsson skólameistari.

Gríðarlegt fjölmenni var í skólanum og var dagurinn stórskemmtilegur. Margir mættu aftur í skólann nokkrum árum eða áratugum eftir að þeir höfðu verið þar.

IMG_4183

Ásta Magnúsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson, Bryndís Sigurjónsdóttir og Eygló Harðardóttir

IMG_4234

Sjúkraliðanemar mældu blóðþrýsting og almennt heilsufar gesta.

IMG_4190

Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Magnús Ingvason aðstoðarskólameistari.

IMG_4157

Í dönskudeildinn voru gestir settir í próf!

IMG_4147

Gestir skoðuðu afrakstur nemenda í ljósmyndun.

IMG_4195

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari flytur ávarp sitt.

IMG_4073

Pétur Magnússon formaður NFB í góðum hópi!

IMG_4237 IMG_4236 IMG_4223 IMG_4084