Nemendur læra að leysa jöfnur af n-ta stigi. Nemendur vinna með vigurreikning í fleti, einingarvigur, þvervigur, lengd vigurs, hornrétta vigra og  innfelldi. Samlagning og frádráttur vigra. Samstefna, gagnstefna og samsíða vigrar. Hornaföll, einingarhringur, hornafallajöfnur og keilusnið. Sannanir.

Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Margliður af hærra stigi. Margliðudeiling. Vigrar. Hornaföll,  sinx, cosx og tanx, hornafallajöfnur og hornafallareglur, gröf hornafalla og lotubundin föll. Stefnu­horn línu, bogmál. Sannanir.