Í áfanganum læra nemendur um rauntalnakerfið, fallhugtakið og grundvallarhugtök mengjafræði. Veldi og rætur. Færslur og algildi, bil á talnalínunni og ójöfnur. Ýmis algeng föll svo sem línuleg föll, fleygbogar.  Annars stigs jöfnur og lausnir þeirra. Skurðpunktar grafa. Margliður, samlagning, margföldun, deiling og þáttun margliða, núllstöðvar og ræð föll.

Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Bein lína, veldi og rætur, mengjafræði, ójöfnur, færslur, algildi, annars stigs jöfnur, fleygbogi, skurðpunktar falla, margliður af hærra stigi.