Staðkennsla verður nú megin kennsluformið hjá okkur á öllum námssviðum. Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni og jákvætt merki um að núna gæti allt farið að fara í eðlilegt ástand aftur þó auðvitað sé ekkert gefið í þeim efnum og rétt að fara varlega áfram. Áfram verða persónubundnar sóttvarnir mikilvægastar. Fyrir utan að virða fjarlægðarmörk og nota grímu þá má nefna þætti eins og handþvott, þrifa eftir sig vinnusvæði í kennslustofum og gæta að hreinlæti hvert sem komið er.

  • Sérstaklega viljum við biðja nemendur um að ganga vel um mötuneytið og virða þar sóttvarnarreglur. Afar mikilvægt er að ekki séu fleiri við borð en sem nemur þeim stólafjölda sem er við hvert boð. Vinsamlegast ekki færa til borð eða færa stóla á milli borða.
  • Það er mjög mikilvægt að allir fari eftir þeim reglum sem settar eru og að hver og einn gæti vel að persónubundnum sóttvörum – sjá nánar á https://www.fb.is/kennsla-i-covid/.
  • Tryggjum öll saman að skólinn geti áfram verið opinn og þjónusta eins og mötuneytið geti áfram verið í boði.
  • Ef hver og einn leggur sitt af mörkum gengur þetta allt vel. Enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp sem rakið er til FB (ef svo er þá er skólayfirvöldum í FB ekki kunnugt um það) og með því að taka áfram höndum saman í sóttvörnum tryggjum við best að svo verði áfram.

Gangi ykkur vel og nú sem endranær vinnum við sem eitt lið í þessu öllu saman.