Skólinn hefur fengið tvo styrki úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2015-2016.  Fyrir hönd framhaldsskólabrautar hlaut Sigríður Anna Ólafsdóttir tvær og hálfa milljón fyrir verkefnið Verk-, tækni- og listatengdar námsleiðir á framhaldsskólabraut.

Þá hlaut Ágústa Unnur Gunnarsdóttir eina milljón og tvöhundruð þúsund fyrir verkefnið Frumkvöðlabúðir sem er verkefni í anda norrænu frumkvöðlabúðanna sem skólinn hefur tekið þátt í að undanförnu. Af þeim sjö framhaldsskólum sem hlutu styrki að þessu sinni fékk FB úthlutað lang hæstu upphæðinni eða samtals þrjár milljónir og sjöhundruð þúsund.