Söngkeppni NFB verður haldin í kvöld þann 19. febrúar í Kaldalóni í Hörpu.

Keppnin hefst kl. 20:00 . Miðasala er í fullum gangi  í FB og í Hörpu og  er NFB miðaverð 1.000 kr.

Þrettán nemendur skólans taka þátt að þessu sinni. Sigurvegari kvöldsins mun keppa fyrir hönd skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin verður í byrjun apríl.  Frammistaða keppenda hefur alltaf verið til mikillar fyrirmyndar og má nefna að Þóra María Rögnvaldsdóttir sem sigraði í söngkeppni FB í fyrra varð í öðru sæti í sjálfri lokakeppninni.