Í dag héldu þær Benný Magnúsdóttir og Alma Rós Ásbjörnsdóttir snyrtifræðinemar skemmtilega og fróðlega kynningu í Mánasal fyrir hóp af nemendum á snyrtibraut. Á kynningunni sögðu þær frá fjögurra vikna starfsþjálfun á Spa hóteli í Belgíu 2014. Verkefnið er samstarfsverkefni FB og nokkurra landa og er styrkt af mennt

aáætlun Evrópusambandsins Erasmus +. Í maí 2015 fara nokkrir snyrtifræðinemar frá okkur út og í þetta sinn er ferðinni heitið til Eistlands. Auglýst verður eftir umsóknum í lok janúar.

Á myndinni ér að ofan má sjá fagstjóra snyrtibrautar Nínu Björg Sigurðardóttur ásamt þeim Benný og Ölmu.